Bæjarstjórn Seyðisfjarðar andvíg dragnótaveiðum

Í frétt RÚV sl. laugardag var viðtal við Ólaf Sigurðsson bæjarstjóra Seyðisfjarðar. Þar greindi hann frá samþykkt bæjarstjórnarinnar að óska eftir því við sjávarútvegsráðherra að svæði í Seyðisfirði þar sem bannað er að veiða með dragnót verði stækkað. „Í ljósi undangenginnar kvótaskerðinga væri eðilegt að menn hugi að friðunaraðgerðum sem þessum“ sagði Ólafur.

Í samþykktinni kemur fram að Seyðfirðingar vilja loka allt frá Dalatanga í Álftavíkurtanga en við slíkt bann myndi Loðmundafjörður lokast líka. Í viðtalinu segist bæjarstjóri vona að sjávarútvegsráðuneytið, sem hefur ákvörðunarvald í þessum málum, taki vel í bón Seyðfirðinga.

Sjá nánar:

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item2-1-18/