Báran, Fontur og Klettur – funda á laugardag og sunnudag

Þrír aðalfundir svæðisfélaga LS verða um helgina. Báran og Fontur funda á laugardag og Klettur á sunnudag.

Báran – félag smábátaeigenda í Hafnarfirði og Garðabæ – heldur aðalfund sinn í Kænunni laugardaginn 7. október. Fundurinn hefst kl 10:00.GunnarPalmDSC2-3-016.jpg
Formaður Bárunnar er Gunnar Pálmason
Gestur fundarins verður Arthur Bogason

Fontur – félag smábátaeigenda á N-Austurlandi – kallar félagsmenn sína til aðalfundar á Raufarhöfn. Fundurinn verður laugardaginn 7. október og hefst kl 15:00. Fundarstaður er Hótel Norðurljós.Marino2-2370-100.jpg
Formaður Fonts er Marinó Jónsson
Gestur fundarins verður Örn Pálsson

Klettur – félag smábátaeigenda á N-landi eystra – hefur boðað til aðalfundar sunnudaginn 8. október. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA og hefst kl 14:00.Petur2-1842-100.jpg
Formaður Kletts er Pétur Sigurðsson
Gestir fundarins verða formaður og framkvæmdastjóri LS.

Félagsmenn Bárunnar, Fonts og Kletts eru hvattir til að fjölmenna til aðalfunda og fræðast þannig um það sem hæst ber hjá hverju félagi og í starfsemi LS. Taka þátt í umræðum og hafa áhrif á það sem fundirnir senda frá sér.

Myndir:
Gunnar Pálmason
Marinó Jónsson
Pétur Sigurðsson