Brimfaxi 1. tlb. 2006 komið út

Félagstímarit LS, Brimfaxi, kom út nú fyrir sjómannadaginn og hefur verið sent félagsmönnum sem og dyggum stuðningsmönnum LS. Að öllu jöfnu koma út tvö tölublöð á ári og mun hið síðara koma út fyrir jólin.

Ýmissa grasa er að kenna í Brimfaxa sem endranær. Sr. Karl Matthíasson skrifar hugleiðingu, þátturinn „Heimahöfn’ fjallar um Höfn í Hornafirði og er að auki bráðskemmtilegt tveggja manna tal Unnsteins Guðmundssonar stjórnarmanns í LS frá félagi smábátaeigenda á Höfn og Páls Dagbjartssonar, en hann „hætti til sjós og fékk sér Sómabát“.

Þá er fjölbreyttur fróðleikur um nýjustu tækni, fiskveiðistjórnun í fjarlægum löndum ásamt ýmsu öðru um málefni líðandi stundar.

Brimfaxi kom fyrst út árið 1985.