Á yfirstandandi fiskveiðiári er heimilt að veiða um 115 þús. tonn af ýsu. Útgefinn heildarafli fyrir árið er 105 þús. tonn og við hann bættist það sem flutt var milli ára, um 10 þús. tonn.
Nú þegar aðeins er eftir einn og hálfur mánuður af fiskveiðiárinu, er búið að veiða 3-4-81 tonn. Það er því ljóst að ekki tekst að nýta ýsuna til fulls á þessu ári. Því má gera ráð fyrir að svipað magn verði flutt yfir á nýtt fiskveiðár 8-20-2007 og í fyrra.
Þar sem nær ómögulegt er að veiða ýsu öðru vísi en að þorskur veiðist með, má gera ráð fyrir verulegri skerðingu á ýsuafla næsta árs þó veiðiheimildir verði svipaðar og í ár.