Er hægt að nota hljóð við fiskveiðar?


Dr. Björn Björnsson á Hafrannsóknastofnun,
sérfræðingur í eldi sjávardýra, mun nk. föstudag kl 12:30 greina frá tilraunum
sínum og niðurstöðum um að nota atferli fiska til að þróa nýjar og
umhverfisvænni veiðiaðferðir.

 

Í kynningu segir m.a.  „Hefbundnar þorskveiðar hafa ákveðna galla, m.a. togveiðar
sem krefjast mikillar orku og línuveiðar sem veiða talsvert af undirmálsfiski“. 

 

Erindi dr. Björns er á vegum Málstofu Hafrannsóknastofnunar
og verðu í  fundarsal
stofnunarinnar að Skúlagötu 4.

 


Sjá nánar