Ferskur þorskur og ýsa skiluðu 16 milljörðum


Útflutningsverðmæti þorsks og ýsu á fyrstu 9
mánuðum ársins eru 16 milljarðar sem eru 6,2% hærra en fyrir sama tímabil í
fyrra.  Það er sérlega ánægjulegt
þar sem samdráttur í magni er 5,4%.

 

Þorskur

Verðmæti þorsksins er 12,3 milljarðar sem
svarar til 10% aukningar fyrir nánast sama magn.  Mest var flutt út til Bretlands eða um 38% af
heildarmagninu.  Frakkland kemur
þar skammt á eftir með 31% og Belgar eru með 21%.   Þessar þrjár þjóðir kaupa því samanlagt 90% af öllum
ferskum þorski héðan. 

Mikil aukning er á útflutningi fersks þorsks á
Frakklandsmarkað eða 27% milli ára, en minnkun til Bretlands um 4% og 11% til
Belgíu.

 

Ýsa

Þrátt fyrir 16% samdrátt í magni hefur verðmæti
aðeins minnkað um 5%.  Bretar kaupa
langmest af ferskri ýsu, 58% af heildarmagninu.   



Unnið upp úr gögnum frá Hagstofu Íslands