Fiskifræðingar HAFRÓ hlýða á 15 sérfræðinga


Árlegur fundur samstarfshóps um þorskrannsóknir
var haldinn á Hafrannsóknastofnun 23. og 24. nóvember sl.  Á fundinn mættu 15 skipstjórnarmenn og
útgerðaraðilar sem búa yfir sérþekkingu á sviði þorskveiða.  Skipstjórnarmennirnir koma frá öllum útgerðarflokkum.

Þetta er í 8. skiptið sem Hafró kallar til sérfræðinga
á þessu sviði til að miðla þekkingu sinni og hlýða á fiskifræðinga Hafrannsóknastofnunarinnar.

Á fundinum kom m.a. fram að mun meira er nú af
stærri þorski en undanfarin ár og fiskurinn vel haldinn, virðist hafa nægt
æti.  Þá kom fram að þorskurinn héldi
sig nú nær landi og sýndi óhefðbundið göngumynstur.  Sumir fundarmanna lýstu áhyggjum yfir aukinni sókn í smærri
fisk (2,5 – 3 kg) vegna markaðsaðstæðna. 

Það er lofsvert að Hafrannsóknastofnun skuli
efna til funda af þessu tagi þar sem fiskifræðingar stofnunarinnar fá tækifæri
til að ræða beint við þá sem stunda miðin allan ársins hring.

 

Sjá ítarlega umfjöllun um fundinn.