Stjórn Fonts hefur send sjávarútvegsráðherra Einar K. Guðfinnssyni eftirfarandi bréf:
„Stjórn Fonts leyfir sér hér með að fylgja fordæmi félaga okkar á Vestfjörðum og skorum á þig að auka sem fyrst heildar þorskkvóta um 25-30 þúsund tonn, stutt sömu rökum.
Ennfremur að taka til mjög alvarlegrar athugunar að leyfa frjálsar veiðar með sjóstöng og handfæraveiðar á smáum hæggengum bátum.
Hin athyglisverða nýjung í ferðaþjónustu, sjóstangveiðin, hreinlega æpir á þessa úrlausn vegna lítils framboðs og okurverðs á leigukvóta.
Eftir að sóknardagakerfið var aflagt hefur orðið skelfileg fækkun handfærabáta og aflaheimildir færst á færri hendur.
Nýliðun er nánast útilokuð, sem getur ekki farið vel. Frjálsar handfæraveiðar, sem ekki gæfu aflareynslu, á smáa ódýra hæggenga báta, er líklega eina raunhæfa leiðin til að opna fyrir nýliðun og mundi stórbæta stöðu smæstu sjávarbyggðanna.“
Kópaskeri 10. apríl 2007
f.h. stjórnar Fonts
Haraldur Sigurðsson formaður