Formaður Kletts – áhyggjur af hrapandi fiskverði

Pétur Sigurðsson formaður Klettts – félags smábátaeigenda
Ólafsfjörður – Tjörnes – var í viðtali í fréttum Sjónvarps sl. sunnudagskvöld.

 

Í viðtalinu sagði Pétur sjómenn hafa verulegar áhyggjur
af hrapandi fiskverði.  Hann tók
sem dæmi meðalverð á þorski á fiskmörkuðum sem hefur lækkað um 40% á tæpum
þremur mánuðum.

„Meðalverð á þorski á fiskmörkuðum var í byrjun árs
rúmar 250 krónur fyrir kílóið. Verðið rokkaði á bilinu 5-2-220 krónur fram til
enda janúarmánaðar en hefur hríðfallið síðan og 

Petur Sig second.jpg

stendur nú í 197 krónum.“

Pétur sagði verðlækkunina megi rekja til mikils
framboðs á fiski undanfarna daga og mikillar verðlækkunar á helstu fiskmörkuðum
erlendis vegna efnahagsástandsins.

 

Í viðtalinu kom Pétur einnig inná leiguverð fyrir
kvóta sem hann sagði allt of hátt um þessar mundir, en það er um 190 krónur í
dag.  Hann telur að verð muni lækka
og þeir sem eigi kvóta veiði minna til að minnka framboð.