Forsaga sjóránanna við Sómalíu

Fjölmiðlar heims hafa verið ötulir við að flytja fréttir af sjóræningjum undan ströndum Sómalíu.  Dregin hefur verið upp skuggaleg mynd af þeim glæpalýð sem þar á í hlut.  Verk þessara manna eru með öllu óafsakanleg.  Það er engu að síður vel þess virði að kynna sér forsögu málsins.  

Sómalía hefur sem land og þjóð verið í fullkominni upplausn sl. 20 ár.  Í raun ríkir efnahagslegt stríðsástand og hver verður að bjarga sjálfum sér.  Haldi menn að upplausn ríki á Íslandi er það stórkostlegur misskilningur, a.m.k. í samanburði við Sómalíu.
Undanfarin ár hafa „stjórnvöld“ í Sómalíu gert samninga m.a. Evrópusambandið um veiðar í fiskveiðilögsögunni.  Þetta hefur þýtt að togaraflotar sambandsins, sérstaklega frá Spáni, hafa lagst af fullum þunga á fiskimið sómalskra fiskimanna, allt uppí harða land.  Það er jafnvel fullyrt að spænsk túnfiskveiðiskip hafi allt til ársins 2006 veitt innan lögsögunnar án nokkurra samninga, annarra en við einstaka embættismenn.  Þá hafi þægindafánar verið notaðir óspart til að veiða í lögsögunni.  Sjóræningjarnir hafi hins vegar hrakið þessi skip á brott eftir 2006.  
Að auki hefur allskyns eirtuðum úrgangi verið sturtað í hafið innan lögsögunnar í gríðarlegu magni s.s. úrgangi frá spítölum, lífshættulegum eiturefnum og þar fram eftir götunum.  Talið er að um 300 Sómalir hafi látist í kjölfar þess að handfjatla rusl sem rekið hefur á fjörurnar, sérstaklega eftir Tsunami flóðbylgjuna 2004.  Óstaðfestur orðrómur er uppi um að kjarnorkuúrgangur sé þar á meðal.
Stranveiðimenn Sómalíu voru og eru þeir síðustu sem sómölsk „stjórnvöld“ hafa áhyggjur af.  Þeir höfðu ekki að neinu að hverfa þegar búið var að eyðileggja þeirra hefðbundna lífsmynstur og í Sómalíu er að fáu að hverfa.  Þessir menn gripu því margir hverjir gripið til örþrifaráða og leiddust útí hörmulega glæpastarfsemi.  
Það var á þeim tímapunkti sem hinir alþjóðlegu fjölmiðlar fengu áhuga og mata okkur nú óspart á „núverandi ástandi“.  Á forsöguna er ekki minnst.
Hér er mjög athyglisverð grein um hvernig þessi mál hafa þróast:
http://euobserver.com/6-279-851

Forstjórar þriggja stærstu lífeyrissjóðanna segja gjaldmiðlavarnir ekkert eiga skylt við spákaupmennsku