Frumvarp um útflutning á óunnum afla

Fyrir Alþingi liggur lagafrumvarp sem hefur það að markmiði að auðvelda íslenskum fiskvinnslum aðgengi að fiski sem annars færi í gáma til útflutnings.  Slóðin á frumvarpið er: 

www.althingi.is/altext/136/s/0130.html

Landssamband smábátaeigenda sendi eftirfarandi umsögn um frumvarpið:

„Landssamband smábátaeigenda (LS)
styður þá grundvallarhugsun sem fram kemur í frumvarpinu, að gera innlendum
fiskverkendum kleift að bjóða í fiskafla sem ella yrði fluttur óunninn á
erlenda fiskmarkaði.

 

LS vill þó gera athugasemd við þá
kvöð sem í 1. gr. frumvarpsins um 24 klst tilkynningaskyldu áður en aflinn fer
um borð í flutningsfar. 

 

Þessi kvöð íþyngir fyrst og
fremst dagróðrabátum, sem eru jafnvel að landa sama dag og flutningsfarið
leggur úr höfn. 

Þá veiða önnur skip sem hafa
verið úti dögum saman iðulega daginn sem þau koma til hafnar.

LS leggur til að þessi kvöð sé orðuð á þann veg að skipstjóri skuli senda upplýsingar um aflann um leið og veiðum er hætt og haldið til hafnar“.

 

Fullnýting fiskveiðiheimilda hjá krókaaflamarksbátum