Fundað um grásleppuna

Í dag er haldinn fundur fulltrúa veiðimanna og framleiðenda grásleppukavíars, LUROMA 2006. Fundurinn er haldinn í London og er sá 18. í röðinni, en hann hefur verið árlega frá 1989. Þátttaka á fundinum er mjög góð, 30 fulltrúar frá 11 þjóðum sækja hann.
Fundinum er ætlað að upplýsa um grásleppuveiðina sl. vertíð, hvernig staðan er á kavíarmörkuðunum og horfur fyrir komandi vertíð.
Það er Landssamband smábátaeigenda sem hefur allan veg og vanda að fundinum. Nánar verður fjallað um hann síðar í dag.