Gerir Hafróafli Hafró vanhæfa – Dragnótina burt úr Skagafirði

Eftirfarandi grein eftir Steinar Skarphéðinsson birtist í Morgunblaðinu sl. þriðjudag 27. febrúar

„Þriðjudaginn 9. janúar sl. skrifar sjávarútvegsráðherrann okkar, Einar K. Guðfinnsson, grein um dragnótaveiðar í Skagafirði. Að hluta til tel ég skrif þessi svar við grein sem ég skrifaði og birtist í Morgunblaðinu 29. desember sl. Að þessu sinni ætla ég ekki að fjalla sérstaklega um skaðsemi dragnótar heldur fjalla um þær ályktanir og samþykktir sem gerðar hafa verið heima í héraði.

Árið 2004 var á aðalfundi í smábátafélaginu Skalla samþykkt að hlutast til um að banna dragnótaveiðar innan línu sem dregin væri úr Ketubjörgum í Almenningsnöf og náðist samstaða um þetta þótt sumum fyndist ekki nóg að gert. Þá var safnað undirskriftum og rituðu um 400 manns nafn sitt til stuðnings málinu, sem síðan var afhent sveitarstjóra og samþykkt í sveitarstjórn.
Málið var sent sjávarútvegsráðuneytinu og í símtali við mann í ráðuneytinu skömmu síðar fengust þau svör að málið hefði verið afgreitt yfir kaffibolla einn morguninn í þá veru að ekkert skuli aðhafst.

Bannsvæðið eins og nöglin á þumalfingri

Ráðherrann státar af því að Málmeyjarfirði (sem reyndar hefði aldrei átt að opna) hafi verið lokað með reglugerð 7. ágúst sl. En um hvað er verið að tala. Leggi maður hægri höndina ofan á sjókort í mælikvarða 000-300-1 þar sem höndin er álíka stór og Skagafjörður er hið lokaða svæði álíka stórt og nöglin á þumalfingrinum.

Aftur síðastliðið haust var gerð samþykkt í smábátafélaginu Skalla og vildu nú menn ganga enn lengra í samkomulagsátt og skyldi línan dregin úr Ásnefi í Drangey norðanverða og þaðan í norðurenda Málmeyjar, sem sagt lokað fyrir alla dragnót fyrir innan eyjar.SteinarSkarphfeb2-5960-2007100.jpg

Málmey og Drangey loki fyrir drgnótina

Það er að skilja í grein ráðherra að aðeins skuli athuga með að stugga stærri bátunum útfyrir. Það er miður því fyrri samþykktir eru eindregið í þá veru að hið lokaða svæði skuli alfarið friðað fyrir dragnót. Með því að heimila bátum styttri en t.d. 22 metra að lengd eða 100 tonn að stærð dragnótaveiðar innan við eyjar er sama og ógert. Hafi einhverjir ljáð máls á öðru en algerri lokun fyrir innan eyjar, eða einhver gögn borist ráðherra um slíkt er það þvert ofan í fyrri samþykktir og ekki marktækt.

Engar rannsóknir – reynsla heimamanna

Sjávarútvegsráðherra segir að ákvörðun um lokun verði að byggjast á öðrum en fiskifræðilegum forsendum; en um hvað er hann að tala.
Mér vitanlega hafa engar rannsóknir farið fram varðandi dragnótaveiðar og áhrif þeirra á lífríki sjávar og á fundi sem nýlega var haldinn þar sem þessi mál bar á góma hafði fulltrúi frá Hafrannsóknastofnun, Þorsteinn Sigurðsson, ekki önnur gögn fram að færa en gamla minnispunkta frá Guðna heitnum Þorsteinssyni.

Meðan svo er verður skilyrðislaust að fara að óskum heimamanna. Þeir þekkja söguna og vita hver reynslan er af veiðum með dragnót í Skagafirði. Einnig er það nóg ástæða fyrir lokun að hér er ekki meirihluti afla dragnótabáta flatfiskur, hann nær ekki 10% af heildaraflanum og því engar forsendur til að leyfa dragnótaveiðar í Skagafirði.

Hafróaflinn skerðir hlutleysi Hafró?

Í bæklingnum Stjórn fiskveiða 7-20-2006 Lög og reglugerðir á bls. 38 stendur: „Heimilt er skipstjóra að ákveða að hluti aflans reiknist ekki til aflamarks skipsins. Þessi heimild takmarkast við 0,5% af uppsjávarafla og 5% af öðrum sjávarafla, sem viðkomandi skip veiðir á fiskveiðiárinu og er bundinn eftirfarandi skilyrðum:
a. Aflanum sé haldið aðskildum frá öðrum afla skipsins og hann veginn og skráður sérstaklega.
b. Aflinn sé seldur á uppboði á viðurkenndum uppboðsmarkaði fyrir sjávarafla og andvirði hans renni til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins sbr. lög nr. 2-19-37, með síðari breytingum.“

Hvað þýðir þetta á mannamáli? Það þýðir það að skipstjóri getur tekið allt að 5% aflans, sett á markað merkt hafróafli og andvirði hans fer inn á heftið hjá Hafrannsóknastofnun.

55 milljónir frá dragnótabátum til Hafró

Á sl. fiskveiðiári 6-20-2005 var Hafróaflinn í þorski, ýsu og skarkola alls 4-6-1 tonn, sem gæti hafa teygt sig langleiðina í 200 milljónir í verðmæti. Hlutur dragnótarinnar var umtalsverður eða 38%. Frá útgerðum þeirra hafa því komið um 55 milljónir inn reikning hjá Verkefnissjóði sjávarútvegsins, sem greitt hefur lungan af því áfram til Hafró. 20% af söluandvirði fer til útgerðar og áhafnar, sem í þessu tilfelli er um 15 milljónir. Rétt er að upplýsa að bátarnir þurfa ekki að leggja fram kvóta fyrir þessum 4-6-1 tonnum.

Það er því fullkomlega eðlilegt að álykta að Hafrannsóknastofnun sé í erfiðri stöðu til að ákvarða um skaðsemi dragnótar og loka svæðum þar sem ljóst er að stofnunin fær tugi milljóna í greiðslur frá dragnótabátum í formi HAFRÓAFLA á ári hverju.

Fer ekki fram á að ráðherrann svari þessari grein en þætti vænt um ef hann sæi sér tíma til að lesa hana tvisvar.

Höfundur er vélstjóri og
starfar nú sem öryggisvörður
hjá Landsspítalanum Hringbraut

Gildi lífeyrirssjóður – starfsemi 2009″


Uppskriftir