Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að fresta til 1. september nk. gildistöku reglugerðar um vigtun, sem átti að koma til framkvæmda 1. mars nk.
Ástæða frestunarinnar er að það hefur reynst meira verk en menn hugðu að breyta skráningarkerfi Fiskistofu í samræmi við reglugerðina.
Á vef Fiskistofu kemur fram að nýtt aflaskráningakerfi GAFLinn – (Gagnagrunnur Fiskistofu og Löndunarhafa) hefur verið tekið í notkun að hluta á nokkrum löndunarhöfnum.