Gott verð á fiskmörkuðunum

Síðast liðna 10 daga hefur meðalverð á óslægðum þorski á
fiskmörkuðum ekki farið niður fyrir 300 krónur.  Hæsta verðið á þessu tímabili var í dag 346 kr sem er 14%
hærra en fyrir viku síðan. 

 

Sömu sögu er að segja um ýsuna, þó verðsveiflur þar séu
meiri en í þorskinum.  Í gær
seldist óslægð ýsa á 238 krónur sem er með því hæsta sem sést hefur á
fiskveiðiárinu.  Eins og gjarnan
gerist í fimmtudagssölu fellur verðið, en náði þó 203 krónum í dag sem verður
að teljast ágætt þegar litið er til vikunnar áður, en þá skilaði fimmtudagurinn
meðalverði upp á 165 krónur.

 

Hér má sjá meðalverð á óslægðum þorski og ýsu á fiskmörkuðum
hvern dag frá 6. október.

Fiskverð.png

 

 

Sjá nánar söluna í dag