Grænlandsþorskur – Kristján Andri harðorður í garð sjávarútvegsráðherra

Á undanförnum dögum hefur talsvert verið fjallað um metafla togarans Kiel við A-Grænland. M.a. var í Morgunblaðinu í gær viðtal við Björn Ævarr Steinarsson sviðstjóra veiðiráðgjafasviðs Hafrannsóknastofnunar. Í viðtalinu segir Björn brýnt að átta sig á hvernig göngur þorsksins milli Íslands og Grænlands væru við breyttar umhverfisaðstæður – „Það er að hlýna við Grænland og hlýsjórinn við landið er að færast norðar og vestar en áður.“ „Það er á teikniborðinu hjá okkur að reyna að komast í leiðangur á þessar slóðir núna í haust, inn í grænlensku lögsöguna. Þar er reyndar ekki á fjárhagsáætlun okkar fyrir þetta ár og því erum við að velta fyrir okkur hvernig fjármagna megi leiðangurinn“ segir Björn Ævarr í viðtali við Morgunblaðið.

Í viðtali við bb.is í dag er rætt við Kristján Andra Guðjónsson smábátasjómann á Ísafirði um auknar þorskveiðar við Grænland og framangreint viðtal.
„„Mér þykir það vera stórundarlegt að ekki sé til peningur til að rannsaka þessi miklu tíðindi““ og síðar í viðtalinu „„Ef það væri einhver dugur í Einari Kristni þá setti hann bara pening í þetta og skip væri sent á svæðið. Hann talar um að auka rannsóknir á lífríki hafsins en þegar stórtíðindi gerast þá eru ekki til peningar““, segir Kristján Andri í viðtali við bb.is.

Viðtalið í heild:
http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=1-6-10