Grásleppan öll í land á vertíðinni 2012


Í dag undirritaði Jón Bjarnason sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra reglugerð um breytingu á reglugerð um nýtingu afla og
aukaafurða.  Nýtt ákvæði reglugerðarinnar
felur í sér að frá og með vertíðinni 2012 verður grásleppukörlum skylt að koma
með grásleppuna að landi.  

Náin samvinna
var höfð við Landssamband smábátaeigenda við þessa ákvörðun sem meðal annars er
tengd árangri sem náðst hefur í markaðsstarfi á frosinni grásleppu án hrogna.

 

Sjá nánar