Á morgun heldur Grásleppunefnd LS sinn árlega fund. Þar munu formaður og framkvæmdastjóri LS greina nefndinni frá alþjóðlegum upplýsingafundi um grásleppumál, LUROMA 2007, sem haldinn var í Barcelona sl. föstudag.
Auk þessa er á dagskrá nefndarinnar reglugerð um hrognkelsaveiðar, hugmyndir um verð á næstu vertíð, fyrirkomulag veiðanna, æskilegt veiðimagn ofl.
Í grásleppunefnd LS eru eftirtaldir:
Guðmundur Jónsson Hafnarfirði
Reimar Vilmundarson Bolungarvík
Ragnar Sighvats Sauðárkróki
Gunnar Gunnarsson Húsavík
Sæmundur Einarsson Þórshöfn
Samþykktir 22. aðalfundar LS voru eftirfarandi:
Aðalfundurinn:
Styður LS í viðleitni sinni til að ná tökum á framleiðslu á grásleppuhrognum í gegnum Luroma fundina, með takmörkun á veiðum veiðiþjóðanna.
Fagnar því að LS skuli setja vinnu og fjármuni í að reyna að stækka markaði fyrir grásleppuafurðir.
Mótmælir því að við setningu vigtarreglugerðar sem tekur gildi 1. mars 2007 skuli ekki hafa verið tekið tillit til sérstöðu og óska grásleppuveiðimanna um undanþágu frá vigtun grásleppuhrogna á hafnarvog.
Hvetur til að fyrirkomulag grásleppuveiða verði óbreytt frá fyrra ári.
Hvetur til að 3. grein reglugerðar um grásleppuveiðar verði eins og hún er í reglugerðinni frá 17. febrúar 2006.
Hvetur til að leyfi til grásleppuveiða verði gefin út varanlega, en ekki eins og nú er, til 1 árs í senn.
Hvetur til að þau leyfi sem ekki eru á haffærum bátum falli úr gildi á 2 árum.