78 bátar höfðu hafið veiðar 20. mars.
Grásleppukarlar fyrir norðan þurfa nú að horfa upp á hvern
bræludaginn á fætur öðrum og óvíst að þeir komist til að vitja um netin fyrr en
eftir helgi.
Það sem af er vertíð hefur veiðin verið mjög misjöfn, allt
frá því að menn hafi komið með nokkur kíló af hrognum eftir umvitjun upp í að
fá tunnu í trossu sem kallast vera mok.
Samkvæmt tölum frá Fiskistofu hefur mestu verið landað á
Bakkafirði 15 tonnum, 14 tonn á Húsavík og 13 tonnum hafði í gær verið landað á
Siglufirði.