Sjávarútvegsráðherra hefur með reglugerð frá 15. maí sl, ákveðið að veiðitímabil í innanverðum Breiðafirði verði frá 20. maí sl. til og með 9. ágúst. Er þar komið til móts við óskir veiðimanna á svæðinu um að jafnræðis sé gætt varðandi lengd veiðitímabils, en fyrri reglugerð kvað á um að því lyki 20. júlí. Engar breytingar eru gerðar á veiðileyfi hvers báts það gildir í 50 daga.
Sjá reglugerðina í heild:
http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/log-og-reglugerdir/reglugerdir/Breytingar/nr/1196