Grásleppuveiðar hafa gengið vel það sem af er vertíðinni. Búið var að salta í 6-7-7 tunnur í gær 19. maí sem er eitt þúsund tunnum meira en síðasta vertíð gaf af sér. Að venju hefur mest aflast á Norður og N-Austurlandi, en þar er vertíðin langt komin og að sögn veiðimanna mjög farið að draga úr veiðinni.
Flestar tunnur hafa verið saltaðar á Raufarhöfn sem náð hefur 1000 tunna markinu. Með yfir fimmhundruð tunnur saltaðar, eru eftirtaldir útgerðarstaðir: Vopnafjörður, Siglufjörður, Bakkafjörður, Drangsnes og Húsavík.
Að venju eru verðin sem sjómenn eru að fá misjöfn. Þegar tekið er mið af frágenginni tunnu eru hæstu verðin 68 þúsund fyrir innihaldið. Kaupandi greiðir auk þess fyrir flutning og úttekt.