Grásleppuvertíðin í Noregi hefur gengið mun betur í ár en undangengin 2 ár. Búið er að landa 418 tonnum að verðmæti 11,5 milljónum norskra króna.
Á sama tíma í fyrra var veiðin komin í 243 tonn og 229 tonn á vertíðinni 2006.
280 bátar hafa stundað veiðarnar í ár og eru 100 þeirra komnir með yfir 2 tonn og 80 hafa nú þegar náð kvótanum sem er 0-5-2 kg af hrognum.
Á vertíðinni 2007 var saltað í 6-5-2 tunnur í Noregi.