Grásleppuveiðum fer brátt að ljúka hjá þeim sem fyrstir
byrjuðu veiðar fyrir Norður- og NA-landi. Næst komandi mánudag 11. maí eiga þeir að hafa dregið upp. Veiði á því svæði hefur verið slakari en síðustu vertíð, auk þess sem slæmt tíðarfar hefur gert mönnum erfitt fyrir.
Þrátt fyrir framangreint er heildarveiðin nú nánast sú sama og hún var á sama tíma í fyrra eða um 7000 tunnur, sem helgast að því veiðidagar nú eru 12 fleiri í fyrra.
Mestum afla hefur verið landað á Drangsnesi eða um 90 tonnum sem jafngildir um 740 tunnum af söltuðum hrognum.