Grásleppuvertíð – aðeins veiðar í innanverðum Breiðafirði


Samkvæmt
reglugerð um hrognkelsaveiðar var gærdagurinn, 5. júlí, síðasti dagurinn sem
heimilt var að stunda veiðar á öllum veiðisvæðum nema innanverðum
Breiðafirði.  Það svæði er opið til
12. ágúst.  Alls eru þar 47
bátar enn að og er veiði þokkaleg. 


Á grásleppuvertíðinni stunduðu alls 344 bátar veiðar sem er fjölgun um 65 milli ára.  Flestir voru bátarnir á svæði E (Skagatá – Fontur) 110.  Á svæði B (Breiðafjörður) fjölgaði bátum mest milli ára, um 17, en alls voru 78 bátar sem höfðu leyfi á því svæði.