Grásleppuvertíðin byrjar 1. mars við Reykjanes

Sjávarútvegsráðuneytið gaf út nýja reglugerð um hrognkelsaveiðar 11. febrúar sl. Helstu breytingar frá fyrri reglugerð er að heimilt verður að byrja veiðar 1. mars á svæði G sem er sunnan Garðskaga austur um að Hvítingum í stað 10. mars í fyrra. Þar lýkur veiðitímabilinu 10. júlí.
Önnur svæði opna eins og á síðustu vertíð 10. mars og skal veiðum þar lokið 20. júlí. Ein undantekning er þó þar á, sem er á innanverðum Breiðafirði þar er veiðitímabilið 20. maí til 9. ágúst.Grenivik2-6034-100.jpg

Veiðitími verður óbreyttur – 50 samfelldir dagar frá þeim tíma sem lagt er.

Sérstök athygli er vakin á að í reglugerðinni eru boðaðar breytingar á merkingum veiðarfæra sem taka eiga gildi á vertíðinni 2009. Þá verður skylt að merkja flagg á netabaujum með skipaskrárnúmeri þess skips, sem notar netin, sama á við um belgi og netadreka. Merkingar á vertíðinni nú verða með óbreyttu sniði frá því í fyrra.

Myndin er frá Grenivík