Grindavík og Húsavík – krókaaflamarksbátar margfalda afla sinn

Þetta kemur m.a. fram í svari sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Guðjóns Hjörleifssonar (D) um afla krókaaflamarksbáta. Guðjón spurði: Hver var heildarafli línubáta á krókaaflamarki fiskveiðiárin 2-20-2001 og 6-20-2005, sundurliðaður eftir heimahöfn?

Á sl. fiskveiðiári skipuðu bátar frá Grindavík, Ólafsvík, Bolungarvík, Flateyri og Húsavík sér í 5 efstu sætin. Afli báta með heimahöfn í Grindavík jókst gríðarlega á þeim 4 árum sem fyrirpurnin náði til eða um 0-0-6 tonn. Þeir veiddu á sl. ári alls 9-5-8 tonn og skáru sig nokkuð úr frá bátum frá Ólafsvík sem komu næstir með 7-8-5 tonn.

Mikla athygli vekur afli línubáta í krókaaflamarki sem eiga heimahöfn á Húsavík, afli þeirra fiskveiðiárið 2-20-2001 var aðeins 261 tonn, en á sl. ári var aflinn 3-2-3 tonn. Þannig færist Húsavík úr 35. sæti af 72 stöðum sem hýsa bátana í 5. hæsta sjávarplássið yfir afla þeirra. Vægi krókaaflmarksbáta á Húsavík er því orðið umtalsvert í atvinnulífi staðarins.

Sjá svar við fyrispurn í heild:

http://www.althingi.is/altext/133/s/0976.html