Ráðstefna á vegum Hafrannsóknastofnuar verður haldinn á
Hótel Loftleiðum nk. föstudag og laugardag, 20. og 21. febrúar.
Á ráðstefnunni munu vísindamenn stofnunarinnar og aðrir sem
stundað hafa sjávarrannsóknir við Ísland flytja 26 erindi um rannsóknir sínar.
Meðal erinda verður „Hegðunarmynstur og farleiðir hrognkelsa
á hrygningartíma, tryggð við hrygningarsvæði og veiðiálag á hrygningarsvæðum“.
„Ferðir þorsks; rannsóknir með notkun rafeindamerkja“
Einnig verður til sýnis fjöldi veggspjalda. Má þar nefna:
„Vöxtur, kynþroski og frjósemi steinbíts“
Ráðstefnan er öllum opin og eru félagsmenn og aðrir hvattir til að fjölmenna og nema þann fróðleik sem fram verður reiddur.