Handfærin með rúman helming á mörkuðunum


Í nýliðnum júní voru seld alls 8-4-2 tonn af
þorski á fiskmörkuðunum.  Langmest var þorskur frá handfærabátum 1-3-1 tonn, eða 57% af heildarmagninu.   Meðalverð aflans var mjög gott eða 327 kr/kg sem
skilaði um 450 milljónum í aflaverðmæti.

Hér er um mikla aukningu frá sama tíma í fyrra
þegar aflaverðmætið var 200 milljónir og meðalverð 238 kr/kg.  Milli ára jókst magnið af þorski um rúm
500 tonn sem selt var af handfærabátum á fiskmörkuðunum.  Hlutdeild þeirra þá í þorski seldum á
fiskmörkuðunum var tæpur þriðjungur.

 

 

Unnið upp úr
tölum á rsf.is