Haraldur Sigurðsson tekur við formennsku í Fonti

Aðalfundur Fonts var haldinn á Raufarhöfn laugardaginn 7. október. Mættir voru á annan tug félagsmanna og voru umræður líflegar.RibenFundur4-51-100.jpg
Það bar helst til tíðinda að Marinó Jónsson sem verið hefur formaður Fonts gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Í stað hans var Haraldur Sigurðsson Núpskötlu kosinn formaður.HaraldurSig2-5171-100.jpg
Marinó var hins vegar kosinn sem fulltrúi Fonts í stjórn LS.

Eftirfarandi var samþykkt á fundinum:

Stjórnun grásleppuveiða verði með dagafjölda, hámark á bát verði 90 dagar.

Slægingarstuðull og vigtunarreglur verði óbreyttar.Riben8-51-100.jpg

Byggðakvóti verði óbreyttur, en úthlutunarreglur færðar til betra horfs, svo ekki verði misræmi milli útgerða á sama stað.

Línuívilnun verði óbreytt.

Hvalveiðar í atvinnuskyni verði hafnar sem fyrst.

Landssambandi smábátaeigenda verði falin gerð kjarasamninga.

NMT farsímakerfið verði ekki lagt niður.

Sú mikla samþjöppun sem orðin er á krókaaflamarki og fækkun einstaklingsútgerða veldur okkur þungum áhyggjum. Nýliðun í greininni er útilokuð við óbreytt ástand, sem veldur mikilli hættu á að sumar minni sjávarbyggðir leggist af. Við sjáum ekki aðra leið færa en komið verði á sérstöku kerfi, sem leyfi handfæraveiðar minni báta og sá afli verði utan þess heildarafla sem ákveðinn er á hverjum tíma og hafi þess vegna engar skerðingar í för með sér fyrir þær útgerðir sem fyrir eru. Enn fremur verði í upphafi ákveðið að slíkt kerfi geti aldrei myndað varanlegt eða framseljanlegt aflamark.

Myndir:
Hluti fundarmanna á aðalfundi Fonts
Haraldur Sigurðsson Núpskötlu
Frá Raufarhöfn