Heildarafli í þorski óbreyttur

Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um heildarafla í 17 tegundum liggur nú fyrir. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu sem sjávarútvegsráðuneytið sendi frá sér fylgir ráðherrann aðeins ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í 2 tegundum humri og úthafsrækju. Í hinum fimmtán tegundunum heimilar hann meiri afla en stofnunin lagði til.

Það eru mikil vonbrigði að ekki skuli vera tekið tillit til sjónarmiða LS og fleiri hagsmunaaðila í sjávarútvegi að úthluta meiri þorskafla. Gríðarlegir erfiðleikar eru framundan í sjávarútveginum sem munu að öllu óbreyttu kalla á aðgerðir að hálfu stjórnvalda.

Picture 5.png