Ákveðið hefur verið að kynna kjarasamning LS og sjómannasamtakanna og greiða um hann atkvæði í öllum svæðisfélögum landssambandsins. Félagsmenn fá á næstu dögum sent fundarboð ásamt kjarasamningnum og geta þannig kynnt sér efni hans áður en fundað verður.
Á fundum svæðisfélaganna verður farið yfir samninginn, hann ræddur og atkvæði greidd um hann. Þannig verður ljós afstaða hvers svæðisfélags til samningsins, hvort það vilji að hann taki gildi á félagssvæðinu eða staðan verði óbreytt.