Kjarasamningur undirritaður

Rétt í þessu rituðu fulltrúar Landssambands smábátaeigenda og sjómannasamtakanna undir kjarasamning um kaup og kjör sjómanna á smábátum. Samningurinn markar tímamót í sögu smábátaeigenda þar sem hann er sá fyrsti í sögu landssambandsins. Áður höfðu verið gerðir samningar í Bolungarvík og Ísafirði, en nú er kominn á samningur sem nær til allra smábátaeigenda og sjómanna sem róa hjá þeim.

Þá hefur verið bent á að hér er um fyrsta samninginn milli atvinnurekanda og launþega sem gerður er í þeirri samningalotu sem nú er hafin.

Að hálfu Landssambands smábátaeigenda leiddi Pétur Sigurðsson formaður Kletts og varaformaður LS viðræðurnar, en ásamt honum voru í samninganefnd LS:
Arthur Bogason formaður LS
Alexander Kristinsson formaður Snæfells
Halldór Ármannsson formaður Reykjanes
Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS

Frá sjómannasamtökunum komu að samningagerðinni fulltrúar Sjómannasambands Íslands þeir Sævar Gunnarsson formaður SSÍ og Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri SSÍ.
Að hálfu Farmanna- og fiskimannasambands Íslands: Árni Bjarnason forseti FFSÍ og Guðjón Ármann Einarsson framkvæmdastjóri Félags Skipstjórnarmanna.
Frá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna: Örn Friðriksson formaður, Magnús Magnússon framkvæmdastjóri VM og Halldór A. Guðmundsson.

Samningurinn í heild:

http://www.ssi.is/kjarasamningar/KJ7-2-21.pdf