Klettur skorar á sjávarútvegsráðherra að úthluta byggðakvóta strax


Á
fundi stjórnar Kletts – félagi smábátaeigenda frá Ólafsfirði að Tjörnesi – 9. maí
sl. var eftirfarandi samþykkt:

 

„Byggðakvóti

Fundurinn skorar á sjávarútvegsráðherra
að úthluta nú þegar byggðakvóta fiskveiðiársins 9-20-2008. 

Með því má koma í veg fyrir að þau
fjölmörgu fyrirtæki og byggðalög sem treyst hafa á þessa úthlutun, þurfi að
segja upp starfsfólki í stórum stíl og leggja bátum sínum.

Stjórnin bendir á að á félagssvæði
Kletts eru allt að 100 störf í útgerð, beitningu og fiskvinnslu í uppnámi vegna
frestunar á úthlutun.“

 

 

 

Formaður Kletts er Pétur Sigurðsson Árskógssandi.