Krókaaflamarksbátar auka hlut sinn milli ára

Þegar árið 2006 er kvatt og nýju heilsað er ekki úr vegi að líta á aflatölur.
Heildarafli krókaaflamarksbáta 2006 varð 1-3-74 tonn sem er aukning um 6-9-7 tonn, 12% milli ára.
Mest var veitt af þorski 0-5-37 tonn (9-7-38), 6-8-22 tonn af ýsu (8-5-18) og steinbít 7-5-6 tonn (8-8-4). Tölur í svigum sýna aflann á árinu 2005.

Einkar ánægjulegt er að sjá hversu hlutur krókaaflamarksbáta í heildarafla þessara tegunda hefur aukist á árinu 2006. Þorskafli þeirra varð 19,3% af heildarþorskaflanum (18,3%). Veruleg aukning varð í ýsu og steinbít, 23,8% (19,2%) í ýsu og 40,2% í steinbít (31,6%). Samanlagt í þessum þremur tegundum varð hlutur krókaaflamarksbáta á árinu 8-21-2006% (19,2%).