Stjórn Strandveiðifélagsins
KRÓKS kom saman til fundar á Patreksfirði 13. maí sl. Á fundinum var rætt um ætlun ríkisstjórnarinnar að innkalla
veiðiheimildir og frumvarp um strandveiðar.
Eftirfarandi var samþykkt:
„Innköllun veiðiheimilda
Stjórn KRÓKS lýsir sig
andvíga breytingum á lögum um stjórn fiskveiða í þá veru að veiðiheimildir
verði innkallaðar.
Stjórn KRÓKS leggur áherslu
á að mikill meirihluti smábátaeigenda hefur á undanförnum árum haldið fyrirtækjum
sínum gangandi með kaupum á veiðirétti í þorski á móti skertum veiðiheimildum.
Með innköllun veiðiheimilda
fjarar undan þeirri fjárfestingu samhliða því að skuldir yrðu
óviðráðánlegar. Í kjölfarið færu
rótgróin fyrirtæki í þrot, ómetanleg þekking í súginn og stöðnun í sjávarútvegi
mundi blasa við.
Stjórn KRÓKS skorar á
ríkisstjórn Íslands að falla frá öllum hugmyndum um innköllun veiðiheimilda og
einbeita sér þess í stað að tryggja framtíð undirstöðuatvinnugreinar
þjóðarinnar – sjávarútvegsins.
Strandveiðar
Stjórn KRÓKS skorar á sjávarútvegsráðherra
að úthluta nú þegar byggðakvóta yfirstandandi fiskveiðiárs.
Stjórn KRÓKS bendir á að útgerðir, sem
tryggt hafa rekstur sinn á veiðum og vinnslu á byggðakvóta hafa þurft að
uppfylla kostnaðarsöm skilyrði fyrir úthlutun hans. Afnám byggðakvóta mundi gera að engu þá uppbyggingu og
atvinnusköpun sem hann hefur staðið undir í fámennum byggðarlögum sem orðið
hafa fyrir samdrætti aflaheimilda undanfarinna ára.“
fh. stjórnar KRÓKS
Tryggvi Ársælsson formaður