Krókur og Farsæll vilja að kvótalausir fái geymslurétt

Á aðalfundum Króks og Farsæls sem haldnir voru í þessari viku var mikið rætt um 20% geymslurétt milli ára.

Í lögum um stjórn fiskveiða er geymsluréttur bundinn við aflamark sem úthlutað er á grundvelli aflahlutdeildar. Kvótalausir hafa því engan rétt á að geyma veiðiheimildir milli ára. Gildir þar einu hvort menn hafi leigt hundruðir tonna til sín.

Á fundunum tveim töldu menn þetta ósanngjarnt og leggja til að kvótalausir fái rétt til að geyma milli ára.

Auk núgildandi ákvæðis verði geymsluréttur miðaður við það sem veitt er.