Lífsafkoma fólks í breyttu umhverfi í skugga kvótakerfisins

Á morgun þriðjudaginn 11. apríl heldur Emilie Mariat frá EHESS í París erindi á vegum mannfræði- og þjóðfræðiskorar Háskóla íslands og Mannfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í fyrirlestrinum mun Emilie Mariat styðjast við dæmi úr vettvangsrannsókn sinni á Íslandi sem hún gerði í tveimur sjávarbyggðum á Vestfjörðum. Emilie fjallar um lífsafkomu fólks á svæðinu í breyttu umhverfi í skugga kvótakerfis.

Fyrirlesturinn fer fram á íslensku og öllum opinn.
Hann verður í stofu 101 í Lögbergi frá kl. 12:15 – 13:10.