Sjávarútvegsráðuneytið hefur birt auglýsingu um afnám línuívilnunar í ýsu. Þar segir að „frá og með 19. mars 2006 er felld niður línuívilnun í ýsu, sem ákveðinn var í reglugerð nr. 719, 4. ágúst 2005, um línuívilnun“.
Alls var gert ráð fyrir að 2-4-1 tonn kæmu til línuívilnunar á fiskveiðiárinu og var því skipt niður á 4 tímabil.
1. september – 30. nóvember var viðmiðun 632 tonn, aflinn varð hins vegar 845 tonn
1. desember – 28. febrúar var viðmiðun 472 tonn og aflinn á tímabilinu varð 666 tonn
1. mars til 31. maí var miðað við 272 tonn en nú eru komin 62 tonn í afla til ívilnunar.
Samtals hafa því komið 2-5-1 tonn til línuívilnunar í ýsu á tímabilunum tveim ásamt því sem liðið er af 3. tímabili.
Á síðasta timabili fiskveiðiársins var gert ráð fyrir 96 tonnum. Þau hafa hins vegar þegar verið nýtt og er línuívilnun í ýsu þar með lokið á þessu fiskveiðiári.