Línuívilnun til allra dagróðrabáta

 

Línuívilnun fékk sitt rúm á aðalfundi
LS.  Í ályktunum svæðisfélaga til
aðalfundar var þess krafist að línuívilnun mundi ná til allra
dagróðrabáta.  Samþykkt aðalfundar
var í þeim anda:

 

LS krefst þess að línuívilnun skuli koma á alla
dagróðrabáta.

 

Örn Pálsson kom
inn á málefnið í skýrslu sinni til aðalfundar og sagði eftirfarandi:

„Eitt
fjölmargra mála sem LS hefur verið að fást við á undanförnum misserum er að
vinna að því að línuívilnun nái til allra dagróðrabáta.  Töluverðrar óánægju gætir hjá eigendum
vélabáta um að þeir hafi ekki fengið ívilnun.  Upp úr hefur soðið hjá 7 útgerðum og telja þær sig betur
komnar utan LS til að reka hagsmuni sína.   Því skal haldið til haga að það var fyrir baráttu
landssambandsins sem línuívilnun var komið á.  Áfram verður unnið að framgangi þessa máls, enda vantaði
aðeins herslumuninn þegar síðasta atlaga var gerð.  Reynslunni ríkari leggjum við áfram áherslu á línuívilnun
til allra dagróðrabáta.  Fyrir
liggur að ekki er andstaða hjá sjávarútvegsráðherra í málinu.“

 

Sjá
yfirlit um
 línuívilnun 2004 – 2010.pdf