Línuívilnunarnefnd LS gerði á fundi stjórnarinnar grein fyrir fundi sem hún átti með sjávarútvegsráðherra. Lýst var vonbrigðum með að sjávarútvegsráðherra hefði ekki enn orðið við kröfum LS um rýmkun á reglum um línuívilnun þannig að allur afli sem ætlaður sé til hennar nýtist.
Ákveðið var að þrýsta áfram á um breytingar þar sem markmiðið er að allir dagróðrabátar njóti línuívilnunar.
Samkvæmt tölum frá Fiskistofu er nú aðeins helmingur ívilnunarinnar í þorski og steinbít nýttur, en ýsan er langt komin.