Losun kjölfestuvatns ekki lengur heimil við strendur Íslands


Svandís Svavarsdóttir
umhverfisráðherra hefur með reglugerð bannað losun kjölfestuvatns innan
mengunarlögsögu Íslands.  Með
reglugerðinni er komið í veg fyrir að framandi lífverur, svo sem þörungar,
krabbadýr og sýklar, berist með kjölfestuvatni til hafsvæða og stranda
landsins.


Rúm tvö ár eru
liðin frá því siglingaráð samþykkti ályktun um losun kjölfestuvatns skipa.  Þar var umhverfisráðherra hvattur til að
koma að málinu og setja skýrar reglur um losun kjölfestuvatns.


LS fagnar
ákvörðun umhverfisráðherra sem mun auka verndun á lífríki sjávar umhverfis
Ísland.

 

Frétt
umhverfisráðuneytisins