LS, FFSÍ, SFÚ og fiskmarkaðir vilja auka veiðiheimildir í þorski


Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
hélt fund með hagsmunaaðilum og Hafrannsóknastofnun 17. mars sl. þar sem til
umræðu var úthlutað heildaraflamark og markaðsmál í sjávarútvegi.

Á fundinum komu fram sjónarmið hagsmunaaðila
og hvatti LS til að þorskvótinn yrði aukinn nú þegar í 200 þús. tonn auk þess að
bætt yrði við ýsu, steinbít, ufsa, löngu og keilu.

Annars voru skoðanir nokkuð skiptar á
fundinum allt frá því að breyta í engu frá tillögum Hafró í þorski, sem var
forsenda ráðherra við ákvörðun um 150 þús. tonna heildarafla, upp í að bæta
verulega við kvótann.

 

Auk LS hvöttu Farmanna og
fiskimannasamband Íslands, Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda, Fiskmarkaður
Íslands, Fiskmarkaður Suðurnesja og Reiknistofa fiskmarkaða, ráðherra til að
auka þorskkvótann nú þegar.

FFSÍ vill eins og LS fara í 200 þús.
tonn og fastsetja í a.m.k. til þriggja ára.  „Rökin fyrir því eru þau að samkvæmt mati fiskimanna er mun
meira af þorski í sjónum en rannsóknir Hafrannsóknastofnunar gefa til kynna, það
er nánast sama hvar dregið er troll eða lögð lína, vandamálið er of mikið af þorski“
eins og segir í ályktun 44. þings FFSÍ 26. og 27. nóvember 2009.