LS vill að geymsluréttur miðist við veiðiheimildir

Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp sjávarútvegsráðherra
um geymslurétt yfir fiskveiðiáramót. 
Í því er lagt til að geymsluréttur miðist við 33% af úthlutuðu
aflamarki, en ekki 20% eins og nú er.

 

Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis óskaði eftir
umsögn LS um frumvarpið.  Í
umsögninni kemur fram að LS vill halda prósentu óbreyttri en í stað úthlutaðs
aflamarks verði miðað við heildarveiðiheimild hvers skips.

 

Sjá nánar umsögn LS.pdf