Á morgun miðvikudag 18. október boðar samgönguráðuneytið til opins málþings um árangur af einkavæðingu skipaskoðunar. Þingið verður á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, og hefst stundvíslega kl. 13:00.
Markmiðið með málþinginu er að efna til opinnar umræðu um málefnið, þar sem fyrirtæki og einstaklingar sem standa að skoðunum skipa, útgerðir og eigendur skipa auk opinberra aðila geta komið á framfæri sjónarmiðum sínum.
Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis.
Dagskrá:
Setning málþing
Fundarstjóri: Unnur Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneyti
Reynsla einkarekinna skoðunarstofa og flokkunarfélaga
Frumherji hf.
Stefán Stephensen, tæknistjóri skipaskoðunar
Skipaskoðun ehf.
Stefán Guðsteinsson, skipatæknifræðingur
Skipaskoðun Íslands
Hálfdán Henrysson, framkvæmdastjóri
Lloyds Register EMEA
Páll Kristinsson, skoðunarmaður
Sjónarmið útgerða, smábátaeigenda og sjómanna
Landssamband íslenskra útvegsmanna
Guðmundur Smári Guðmundsson, frkvstj.Guðmundar Runólfssonar hf.
Landssamband smábátaeigenda
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS
Farmanna- og fiskimannasamband Íslands
Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins
Afstaða stjórnvalda
Póst- og fjarskiptastofnun
Guðmundur Ólafsson, forstöðumaður tæknideildar
Siglingastofnun Íslands
Fulltrúi Siglingastofnunar
Umræður