Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði frá máli vegna grásleppuveiða í netlögum

Þær eru vægast sagt misvísandi niðurstöður þeirra dómstóla sem kenndir eru við mannréttindi.  Vart þarf að tíunda að Mannréttindadómstóll Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) komst að þeirri niðurstöðu í árslok 2007 að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið væri kerfi ójafnaðar og því þyrfti að breyta af þeim sökum.  

Málið sem fór fyrir Mannréttindadómstól Evrópu snerist um að Björn Guðni Guðjónsson veiddi grásleppu innan netlaga án opinbers veiðileyfis, en með samþykki landeigenda.   Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði máli Björns Guðna frá og rökstuddi niðurstöðuna.  
Sá rökstuðningur gengur fullkomlega í berhögg við niðurstöðu Mannréttindanefndar SÞ.  Þar segir m.a. að fiskveiðistjórnunarkerfið feli ekki í sér takmarkanir sem brjóti gegn mannréttinum, stjórnvöld hafi skýrar lagaheimildir til að refsa fyrir veiðar án veiðileyfis og að mál Erlings Haraldssonar og Arnars Sveinssonar gegn íslenska ríkinu (SÞ málið) hafi ekki nokkur áhrif þar á.  
Tæpast verður þessi niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu til að einfalda þrætuna hérlendis um kvótakerfið.  

Margir farnir að ókyrrast með að fá ekki ýsu