Markaðir eru að opnast í Kína fyrir frysta grásleppu

Í Fiskifréttum 28. maí sl. var viðtal við Örn Pálsson um
markað fyrir frysta grásleppu:  

 

„Gæti skapað 300 milljónir í aflaverðmæti á
ári“


Grásleppan í land er heiti á verkefni sem
hlaut nýlega 4 milljóna króna styrk frá AVS-sjóðnum. Nú hillir undir að hægt verði
að skapa hundruð milljóna króna verðmæti úr áður ónýttu hráefni.

Grásleppuhrogn eru
verðmæt og skila nokkrum milljörðum króna í þjóðarbúið árlega en hingað til
hefur grásleppan ekki verið nýtt þar sem ekki hefur tekist að selja fiskinn sjálfan.
Á þessu er að verða breyting. Markaður er fundinn í Kína og tilraunaframleiðsla
hefur farið fram í vetur. Aðstandendur að þessu verkefni, Grásleppan í land,
eru Landssamband smábátaeigenda, Triton ehf., Reykofninn Grundarfirði ehf. og
BioPol ehf. á Skagaströnd. Verkefnisstjóri er Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS.

 

Grásleppan hirt í vetur

Örn sagði í samtali
við Fiskifréttir að LS hefði reynt í vel á annan áratug að afla markaða fyrir
grásleppuna, þann hluta hennar sem eftir verður þegar búið er að taka úr henni
verðmætasta hlutann, þ.e. hrognin. ,,Við höfum ávallt talið að hér sé um
verðmætt hráefni að ræða. Vandinn er sá að til þessa hefur enginn verið
tilbúinn til að kaupa grásleppu og karlarnir hafa því miður ekki haft önnur ráð
en að henda henni,“ sagði Örn.

LS var meðal annars
í samstarfi við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins á sínum tíman um nýtingu
grásleppunnar. Hún var þá flökuð og fryst. Einnig var reynt að vinna afurðir úr
hveljunni. ,,Það gekk ekki að koma þessum afurðum á markað og hefur ekki gengið
fyrr en nú síðustu mánuðina. Triton ehf. hefur nú tekist að opna markað  fyrir frysta grásleppu í Kína og
hugsanlega víðar. Grásleppukarlar á Vopnafirði, Bakkafirði og Raufarhöfn hafa
hirt grásleppuna í vetur og unnið hefur verið úr henni hjá HB Granda á
Vopnafirði og GPG á Raufarhöfn,“ sagði Örn.

Þá hefur Triton ehf.
einnig haft samband við sjómenn í Breiðafirði og beðið þá um að taka þátt í
verkefninu.

 

Kjörið verkefni fyrir AVS-sjóðinn

Örn sagði að
mögulegt væri að vinna ýmsar afurðir úr grásleppunni, bæði heilfrystan fisk og
fryst flök. Sú afurð sem seld er til Kína er heilfryst grásleppa. ,,Við erum
mjög vongóðir um að þarna sé fundinn framtíðarmarkaður fyrir grásleppuna. Við
erum líka bjartsýnir á að verðið sem við komum til með að fá verði það
aðlaðandi að það hvarfli ekki að neinum að henda grásleppunni.“

Örn gat þess að
þetta verkefni væri kjörið fyrir AVS-sjóðinn því hlutverk hans væri að stuðla
að auknu verðmæti sjávarfangs. ,,Ég fagna því að sjóðurinn sjái sér fært að
styrkja verkefnið. Við hjá LS höfum lagt í mikinn kostnað vegna þess og þá
hefur Triton ehf. einnig lagt í mikla og kostnaðarsama markaðsvinnu, margir
aðrir hafa einnig komið að málum. Hingað til hefur ekki verið hægt að greiða
körlunum fyrir að koma með grásleppuna að landi en í fyrsta sinn hefur það
tekist á þessari vertíð.“

 

0-5-4 tonn af hráefni

Meðaltalsveiði á
grásleppuvertíðum síðastliðin ár hefur gefið af sér 0-6-9 tunnur af söltuðum
hrognum. Til að framleiða það magn þarf að veiða um 0-0-6 tonn af grásleppu. Um
0-5-4 tonn eru eftir þegar búið er að hirða hrognin. Örn benti á að grásleppan
hefði veiðst mjög vel síðustu ár og vísaði til ástandsskýrslu
Hafrannsóknastofnunar þar sem fram kemur að afli á sóknareiningu við
grásleppuveiðar 2006 og 2007 hefði verið sá hæsti frá því skráningar hófust.

 

n 
Hve mikil verðmæti er hér um að ræða?

 

,,Um það er ekki
hægt að fullyrða en ljóst er að aflaverðmæti grásleppu á ári, þ.e. þau 0-5-4
tonn sem eftir standa þegar hrognin hafa verið tekin, gæti numið hundruð
milljónum króna ef við náum að nýta allt sem til fellur. Við höfum áætlað að
aflaverðmæti gæti verið 300 milljónir króna á ári að lágmarki. Auk þess skapast
vinna í landi við framleiðslu og markaðsstarf. Útflutningsverðmætið er því
hærri tala. Þá er ekki síður ánægjulegt að nú verður hægt að uppfylla
lagaskyldu um að koma með allt sjávarfang að landi sem markaður er fyrir.“

 

Fleiri nýtingarmöguleikar

Fram kom hjá Erni að
í verkefninu fælist fleira en það að vinna frystar afurðir úr grásleppunni og
efla markaðsstarf. Þeir væru einnig í samstarfi við BioPol á Skagaströnd um að
leita leiða til að framleiða gelatín (matarlím) úr grásleppunni. ,,Hingað til
hefur eina nýting grásleppunnar verið sú að karlarnir hafa látið hana síga.
Sigin grásleppa er auðvitað herramannsmatur og þótt fleiri möguleikar skapist
þá vonast ég til að menn haldi áfram þeim þjóðlega sið að láta grásleppu síga,“
sagði Örn Pálsson.

KJARTAN
STEFÁNSSON

kjartan@fiskifrettir.is

,