Aðalfundur LS – Morgunblaðið fjallar um erindi Ágústar Guðmundssonar

Eins og fram hefur komið flutti Ágúst Guðmundsson forstjóri Bakkavarar Group erindi á nýafstöðnum aðalfundi LS. Yfirskrift erindisins var „Útrás íslenskra trillukarla“. Morgunblaðið víkur að erindinu í leiðara sínum sl. sunnudag 29. október með eftirfarandi:

„Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar Group, hefur byggt upp ásamt Lýði bróður sínum eitt athyglisverðasta matvælafyrirtæki í íslenzkri eigu. Í ræðu, sem hann flutti á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda vakti hann m.a. athygli á möguleikum smábátasjómanna á markaðnum í Bretlandi. Þar væri stór hópur neytenda sem léti sig umhverfismál og félagslega þætti varða. Þessi hópur væri tilbúinn til að greiða hærra verð fyrir afurðir eins og trillufisk.“

Aðalfundur LS – setningarræða formanns”


Uppskriftir