Mikil óánægja á Ströndum – Fiskistofa og Hafrannsóknastofnun fara offari í skyndilokunum

Í gær var greint frá því að nýtt skyndilokunarmet hefði verið sett á sl. ári. Allt bendir nú til að bæta eigi um betur á þessu ári þar sem nú 16. febrúar eru skyndilokanir orðnar 35 talsins.

Eitt af nýrri afrekum í þessum efnum er skyndilokun nr. 27 af heimamönnum á Ströndum nefnd klósettlokunin á Húnaflóa.
Sjá mynd
http://www.hafro.is/images/upload/07-7-0.pdf

„Menn hér á Ströndum eru vægast sagt æfir yfir þessum vinnubrögðum, það var nánast allri veiðislóðinni lokað með einni lokun.Holmavikok2-51-100.jpg Það var gerð mæling úr bát norður við Selsker önnur við Kaldbaksvík og tvær inni í Vatnsnesál. Á milli þessara báta voru 40 mílur og öllu svæðinu þar á milli lokað. Allur vestur kantur Húnaflóa lokaður.“ sagði Már Ólafsson á Straumi ST Hólmavík.

Már sagði það óumdeilt að mikið væri af smáfiski á svæðinu. „En venjan er að loka kassa umhverfis viðkomandi mælingu. Við það gætu menn sætt sig við, en þetta er út úr öllu korti. Nú þarf að sækja á aðra staði, þar er sama magn af smáfiski en minna af stærri fiski. Hér á Ströndum eru menn mjög illir yfir þessu og margir hugsa Fiskistofu þegjandi þörfina“, sagði Már.

Myndin er frá Hólmavík