Í gær var greint frá því að nýtt skyndilokunarmet hefði verið sett á sl. ári. Allt bendir nú til að bæta eigi um betur á þessu ári þar sem nú 16. febrúar eru skyndilokanir orðnar 35 talsins.
Eitt af nýrri afrekum í þessum efnum er skyndilokun nr. 27 af heimamönnum á Ströndum nefnd klósettlokunin á Húnaflóa.
Sjá mynd
http://www.hafro.is/images/upload/07-7-0.pdf
„Menn hér á Ströndum eru vægast sagt æfir yfir þessum vinnubrögðum, það var nánast allri veiðislóðinni lokað með einni lokun. Það var gerð mæling úr bát norður við Selsker önnur við Kaldbaksvík og tvær inni í Vatnsnesál. Á milli þessara báta voru 40 mílur og öllu svæðinu þar á milli lokað. Allur vestur kantur Húnaflóa lokaður.“ sagði Már Ólafsson á Straumi ST Hólmavík.
Már sagði það óumdeilt að mikið væri af smáfiski á svæðinu. „En venjan er að loka kassa umhverfis viðkomandi mælingu. Við það gætu menn sætt sig við, en þetta er út úr öllu korti. Nú þarf að sækja á aðra staði, þar er sama magn af smáfiski en minna af stærri fiski. Hér á Ströndum eru menn mjög illir yfir þessu og margir hugsa Fiskistofu þegjandi þörfina“, sagði Már.
Myndin er frá Hólmavík