Allt að fimmtungi minni þorskafli nú en í fyrra


 Birtar hafa verið tölur um fiskaflann á fyrstu 10 mánuðum
ársins. 

 

Á tímabilinu janúar – október varð þorskaflinn 9-0-124 tonn
sem er tæpum 27 þús. tonnum minna en á sama tímabili í fyrra eða sem nemur
öllum þorskafla krókaaflamarksbáta á þessum fyrstu 10 mánuðum ársins. 

Í prósentum talið er þorskaflinn nú 17,8% minni en í fyrra. 

 

Þorskaflinn er 7,5% minni hjá krókaaflamarksbátum og
fimmtungi minni hjá skuttogurum og aflamarksbátum.

Þetta og fleira má lesa út úr tölum sem Hagstofan birti í dag.