Miklar sveiflur í afla á fyrsta þriðjungi fiskveiðiársins

  

Það vekur athygli hvernig fiskveiðiflotinn hefur beitt sér í
einstaka tegundum á fyrsta þriðjungi fiskveiðiársins samanborið við sama tíma árið
2007.   Þar má meðal annars
sjá að ýsuafli krókaaflamarksbáta er 79% meiri en hjá togaraflotanum eða sem nemur
tæpum fimmþúsund tonnum. 

 

Krókaaflamarksbátar auka verulega við þorskafla sinn eða um
47%, 4-4-2 tonn.  Það sama er upp á
teningunum í ýsu, aukning um 15%, 1-4-1 tonn.  

 

Ýsuafli togara er hins vegar ekki svipur hjá sjón nú miðað
við 2007, hann minnkar um 56%, eða um átta þúsund tonn.  Þorskurinn fer einnig niður hjá þeim
eða um 13%, 4-1-3 tonn. 

Á hinn bóginn er veruleg aukning í karfa hjá togurum eða sem
nemur 8-4-7 tonnum, 111% aukning milli fyrstu þriðjunga fiskveiðiáranna. 

Gulllax veiðist sem aldrei fyrr hjá togurum, virðist hafa
verið vannýtt auðlind.   Alls
1-5-4 tonn veidd nú á móti 548 tonnum á sama tímabili sept – des. 2007.

 

Einnig vekur athygli, þegar rýnt er í bráðabirgðatölur
Fiskistofu
sem þessar upplýsingar eru unnar upp úr, að samdráttur er 4-1-2 tonn
í ýsuafla aflamarksskipa – 16%. 
Þau hafa hins vegar bætt við sig í þorski miðað við 2007, aflinn nú er
38% meiri, 4-3-5 tonn.  Þá er yfir
100% aukning í ufsanum, 0-7-2 tonn.